Autodesk Construction Cloud Logo
VörurViðskiptavinirBloggUpplýsingar

Hvað er Autodesk Construction Cloud?

Frá byrjun hefur Autodesk verið drifkraftur nýsköpunar í byggingaheiminum. Fyrst með því að færa vinnu arkitekta og verkfræðinga af pappír yfir í tölvur (CAD). Svo með því að þróa greinina úr tvívíddarhönnun yfir í þrívíddarlíkön sem innihalda mikið magn gagna. Nú er komið að þriðja stiginu: tengdum byggingarframkvæmdum.

Óbreytt staða innan byggingaframkvæmda einangrar mikilvæg gögn, stendur í vegi fyrir samvinnu og leiðir til tafa, áhættu og kostnaðarsams tvíverknaðar. Vegna þessara áskorana hefur engum tekist að uppfylla kröfur um samræmdar byggingarframkvæmdir, allt frá hönnun til afhendingar og reksturs.

Atvinnugreinin þarf betri lausnir. Leiðir til að tengja gögn saman á hnökralausan hátt, allt frá upphafi hönnunar til áætlanagerðar, byggingarframkvæmda og reksturs. Byggingaverktakar þurfa einnig betri upplýsingar til að finna rétta samstarfsaðila og til að byggja upp sambönd sem skila sér í betri vinnu og færri vandamálum.

Við hjá Autodesk þurfum að útvega verkfæri til að koma þessu í kring: lausnir sem takmarka áhættu, aðstoða við að klára verkefni hraðar og knýja atvinnugreinina í átt að sjálfbærni, öryggi og auknum afköstum.

Með Assemble, BIM 360, BuildingConnected og PlanGrid, höfum við sameinað besta hugbúnað atvinnugreinarinnar sem snýr að stjórnun byggingaframkvæmda. Við veitum einstaka þjónustu sem styður nú við allar hliðar byggingarframkvæmda, allt frá hönnun til áætlanagerðar, framkvæmda og reksturs. En þetta snýst ekki aðeins um breidd verkferlanna. Þetta snýst líka um dýpt þeirra og umfang. Hver vara er sú besta í sínum flokki og gerir meira en bara að uppfylla grundvallarskilyrði. Þessi dýpt er afrakstur þess að við einblínum stöðugt á þarfir viðskiptavinarins. Við vinnum náið með hópum á skrifstofum og byggingarsvæðum til að koma auga á og bæta tæknilausnir fyrir byggingarframkvæmdir. Auk dýptar og umfangs höfum við lagt áherslu á tengigetu. Undanfarið ár höfum við náð miklum árangri í að tengja vörurnar okkar, og það sem mikilvægast er, gögnin þín. Gögn byggingarframkvæmda geta nú streymt hnökralaust á milli í öllu verkferlinu og eru aðgengileg fyrir hópa á réttum stað á réttum tíma. Þú getur byrjað í hugmyndaverkfærum, unnið með hópnum í hönnunarferlinu, flutt teikningar og líkön til þeirra sem sjá um undirbúning framkvæmda til samræmingar, tekið magnákvarðanir fyrir upphaf verkefnis og innkaup og loks, þegar þú ert til, flutt öll þessi gögn beint til verkefnastjóra og vinnuhópa á byggingarsvæðinu.

Umfangsmikið úrval okkar og tengimöguleikar fyrir mikilvæg verkflæði marka upphaf nýs tímabils tengdra byggingarframkvæmda. Nú er tími Autodesk Construction Cloud.

Autodesk Construction Cloud er með þrjár grunnstoðir: Háþróuð tækni, net byggingarverktaka og forspárupplýsingar.

Háþróuð tækni býður upp á öflug og þægileg verkfæri fyrir byggingaverktaka sem henta fyrir allar framkvæmdir. Sambland af afli og einfaldleika er hér lykilatriði. Til þess að vörur fari í almenna notkun á byggingarsvæði eða á skrifstofu verða þær að vera notendavænar. Þær þurfa raunverulega að auðvelda verkið. Þegar þetta er raunin fara vinnuhópar að óska eftir þeim fyrir öll verkefni.

Net byggingaverktaka er kerfi á vegum BuildingConnected þar sem hægt er að vinna með öðrum í rauntíma. Það tengir eigendur og byggingaverktaka við réttu viðskiptafélagana til að skila verkefnum vel af hendi. Í stað þess að safna nafnspjöldum getur þú fundið alla fagaðila á þínu svæði, sem auðveldar þér að gera tilboð og setja saman rétta vinnuhópinn á skjótan hátt.

Fyrir tilstilli Construction IQ má fá forspárupplýsingar. Forritið tekur verkefnisgögn sem áður voru einangruð, leitar sjálfkrafa að mynstrum og merkir þau fyrir einstaklinga sem geta brugðist við í rauntíma. Þetta veitir mikilvægar upplýsingar sem aðstoða við að taka betri ákvarðanir í yfirstandandi verkefnum og framtíðarverkefnum. Ákvarðanir sem draga úr áhættu. Ákvarðanir sem hjálpa þér að skila verkefnum á öruggan og skilvirkan hátt.

Markmið okkar hjá Autodesk Construction Solutions er að hjálpa vinnuhópum að mæta síauknum kröfum um smíði og innviði og að sama skapi gera byggingarframkvæmdir fyrirsjáanlegar, öruggar og sjálfbærar. Autodesk Construction Solutions er fyrsta skrefið í að ná þessu markmiði. Við höldum áfram að þróast og hlökkum til að eiga náið samstarf við ykkur til að auka framleiðni, draga úr áhættu og vera leiðandi afl innan byggingariðnaðar.