Autodesk Construction Cloud Logo
VörurViðskiptavinirBloggUpplýsingar

Autodesk Construction Cloud er framúrskarandi hugbúnaður sem er bæði einfaldur og öflugur. Hann tengir vinnuhópa á skrifstofu og byggingarsvæði allt frá upphafi hönnunar til byggingarframkvæmda og notkunar

HANNA
SVG Image
SKIPULEGGJA
SVG Image
BUILD
SVG Image
OPERATE
SVG Image
&nbps;

Skilaðu verkefnum fljótar með úrvali af fyrsta flokks skýjalausnum sem skara fram úr hvað varðar afköst og einfaldleika.

Komdu á tengingu á milli skrifstofu, vinnuskúrs og byggingarsvæðis yfir allan vinnutímann

Enginn hluti byggingarframkvæmda stendur einn og sér. Til að koma í veg fyrir einangrun gagna og misskilning verða vinnuhópar sem starfa saman að hafa sameiginlegan aðgang að mikilvægum skjölum og gögnum verkefnis.

Úrvalið sem Autodesk Construction Cloud býður upp á er hannað með tilliti til einstakra þarfa í hverju verkflæði fyrir sig. Fyrst og fremst viljum við bjóða upp á hugbúnað sem sparar tíma, eykur skilning og er ánægjulegur í notkun.

Útkoman er fjöldi vandlega hannaðra verkfæra sem hvert um sig getur leyst úr algengum áskorunum en þegar þau eru sameinuð geta þau umbreytt rekstrinum.

Hanna

Arkitektar, verkfræðingar og vinnuhópar geta allir unnið að samræmdri og sameiginlegri hönnun, óháð staðsetningu, hlutverki innan verkefnis eða stöðu verkefnis. Einfaldaðu hönnunarferlið og lágmarkaðu upplýsingar sem glatast við afhendingu til að gera hönnunarsamstarf enn betra. Fáðu stöðuga tengingu á milli hönnunar og framkvæmda til að bæta samstarf og öðlast aukið gagnsæi í samskiptum hönnuða og byggingaverktaka. Autodesk Construction Cloud aðstoðar við að færa hönnun úr hugmyndum og skjölum í raunverulega eign sem uppfyllir það sem krafist er af byggingunni á meðan hún stendur.

Skipuleggja

Það þarf meira til en að skrifa undir samning til að fá verkefnið. Ónákvæm tilboðsgögn, léleg samskipti og val undirverktaka á grundvelli sérstakra tengsla eða „tilfinningar“ og fyrri reynslu getur leitt til lakari árangurs og hugsanlega skelfilegrar niðurstöðu. Mælanleg og gagnsæ tengsl á milli allra aðila stuðla að góðri útkomu.

Autodesk Construction Cloud veitir samstarfsvettvang með tengingu við stærsta net byggingariðnaðarins af verktökum og hæfnistjórnun söluaðila til að takmarka áhættu fyrir sérhvert verkefni.

Byggja

Framkvæmdir fara oft fram í aðskildum hlutum þar sem ekki er tenging á milli mismunandi stiga verkefnisins. Þetta getur skapað óvissuástand innan verkefnisins og komið í veg fyrir að hægt sé að hafa stjórn á útkomu þess. Tenging vandamála, upplýsingabeiðna og framvindu á milli skrifstofu og byggingarsvæðis og greining viðkomandi gagna með vélnámi getur haft áhrif á kostnað, tímaáætlun, gæði og öryggi verkefna.

Autodesk Construction Cloud aðstoðar við að sigrast á þessum áskorunum með því að koma í veg fyrir að gögn eingangrist, styðja samvirkni á milli stiga verkefnis og breyta verkefnagögnum í upplýsingar sem hægt er að bregðast við.

Nota

Tengdu saman BIM-eignagögn sem verða til við hönnun, framkvæmdir og notkun byggingar til að skoða líkön og fá aðgang að viðhaldsgátlistum, áætlunum og ferli. Þegar allir vinnuhópar vinna í sameiginlegu kerfi fá eigendur aukna yfirsýn yfir stöðu verkefnis, breytingar og vandamál.

Aukinn sýnileiki með Autodesk Construction Cloud stuðlar að betri yfirsýn yfir útkomu verkefna og aukinni arðsemi.

Skoða vörur sem tilheyra Autodesk Construction Cloud

SVG Image
Assemble

Notaðu skilyrði, fyrirspurnir og tengingu fyrir BIM-gögn og helstu verkflæði, þar á meðal yfirferð á hönnun, upphaf verkefnis, áætlanagerð og tímastjórnun.

Frekari upplýsingar
SVG Image
BIM 360

Tengdu vinnuhópa og gögn til að draga úr áhættu, auka gæði og skila verkefnum á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.

Frekari upplýsingar
SVG Image
BuildingConnected

Sendu útboðstilkynningar, samþykktu söluaðila og fylgstu með tækifærum til að velja alltaf rétta aðilann í verkið.

Frekari upplýsingar
SVG Image
PlanGrid

Einfaldur og öflugur byggingarhugbúnaður sem veitir hópum stuðning til að eiga skilvirkt samstarf og nálgast gögn úr hvaða tæki sem er.

Frekari upplýsingar
&nbps;
Quotation mark

"Autodesk Construction Solutions veita okkur yfirsýn yfir áhættu og betri einbeitingu. Við þurfum sjaldnar að bregðast við en leggjum meiri áherslu á afkastamælikvarða sem stuðla að stöðugum framförum. Það eitt að sjá áskorunina eða vandamálið fyrir okkur hjálpar við að leggja áherslu á það sem er mikilvægt."

- Michael Murphy, rekstarstjóri stafrænna byggingaframkvæmda, BAM Ireland

Nú er hafið tímabil tengingarmöguleika í byggingarframkvæmdum

Verið velkomin í næstu kynslóð tengdra byggingarframkvæmda – hver vill vera með?

Lesa blogg

KPI (afkastavísar) framkvæmda

Stendur þú jafnfætis öðrum í atvinnugreininni þegar kemur að því að nota gögn til að skipuleggja og framkvæma verk? Sjáðu hvaða sjö lykilþætti er mikilvægt að mæla.

Sækja rafbók

Sjáðu hvernig Joeris keyrir gagnanotkun við áætlanagerð framkvæmda

Gott skipulag er lykillinn að velgengni verkefna. Kynntu þér hvernig Joeris notar gögn til að keyra áætlanagerð og tryggja árangur.

Lesa reynslusögu
&nbps;